Neytendalisti Matís

Tilgangur neytendalistans er að auðvelda Matís ohf. að hafa samband við fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í rannsóknum á vegum fyrirtækisins.

Með því að skrá þig á neytendalista Matís samþykkir þú að gögn sem þú gefur upp við skráninguna séu geymd hjá Matís. Þessi gögn verða notuð þannig að fyrir hverja rannsókn sem krefst þátttöku neytenda verða einstaklingar valdir af listanum, haft verður samband við þá og þeim boðið að taka þátt í viðkomandi rannsókn. Einstaklingum er alltaf í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í rannsóknum á vegum Matís og geta hætt þátttöku í rannsóknum hvenær sem er og án eftirmála. Persónugögn verða undir engum kringumstæðum send til þriðja aðila og ávallt er unnið samkvæmt persónuverndarlögum um meðferð persónuupplýsinga.

Þátttakendur geta hvenær sem er, og án eftirmála, skráð sig af neytendalista Matís. Fyrir afskráningu skal senda tölvupóst á neytendur@matis.is.